Fyrsta reglugerð um lífræn matvæli var gefin út árið 1991 af Evrópusambandinu. Þessi reglugerð tók yfir plöntur, ræktun þeirra og matvörur unnar úr þeim. Þar með var komin reglugerð sem hafði með vínframleiðslu að gera. Evrópusambandið kom síðan fram með sérstaka reglugerð um lífræna vínframleiðslu nokkrum árum seinna. Fram að þeirri reglugerð mátti aðeins láta vita af því á flöskumiðum að vínið væri gert úr berjum sem væru lífrænt ræktuð. Það var vegna þess að enn voru ekki sett nein skilyrði fyrir víngerðina sjálfa.
Árið 2004 að kom fram yfirlýsing um að setja skuli reglur fyrir alla lífræna matvælaframleiðslu og þar á meðal framleiðslu á borðvíni. Eftir mikla umræðu og langvarandi ósætti milli landa og hagsmunaaðila leit loksins ljós samræmd evrópsk reglugerð um lífrænt vín árið 2012. Helsti ásteitingarsteinninn var súlfítnotkun í víngerðinni. Leyft var ákveðið hámarksmagn sem er mun lægra en það sem gerist í annarri almennri víngerð. Samræmdar reglur um lífræna vínframleiðslu eru því tiltölulega nýjar af nálinni.