Bjór er áfengur drykkur sem framleiddur er úr korni/malti, vatni og geri og bragðbættur með humlum. Malt er korn sem hefur verið látið spíra, en yfirleitt er þó átt við spírað bygg. Aðrar korntegundir eru einnig notaðar. Humlar eru blóm klifurjurtar, sem gefa bjórnum beiskju, sem gerir það að verkum að bjórinn er ekki eins sætur á bragðið. Og gerið sér um að breyta sykri í vínanda og gos.