Rafgullinn. Ósætur, meðalfylltur, beiskur. Ávaxtaríkir humlar, passjón, ristað m Sjá meira
Rafgullinn. Ósætur, meðalfylltur, beiskur. Ávaxtaríkir humlar, passjón, ristað malt.
IPA
India Pale Ale eru öl sem í dag einkennast yfirleitt af mikilli beiskju og áberandi humlaeinkennum. Suðrænir ávextir eins og mangó, ananas ásamt grösugum töktum einkenna þessa bjóra. Bandaríkjamenn hafa tekið þennan stíl og gert að sínum og eru fyrirmyndin að flestum IPA sem framleiddir eru í dag.
IPA
Þessum flokki tilheyra allir þeir bjórar sem teljast til IPA, hvort sem þeir koma frá Bandaríkjunum, Bretlandseyjum eða annars staðar frá. IPA eða India Pale Ale er öl sem á rætur sínar að rekja til Bretlands og einkennist í dag í flestum tilfellum af mjög áberandi bragði af þeim humlum sem notaðir eru í framleiðslunni. Bragðeinkenni geta t.d. verið sítrus, trjákvoða, og suðrænir ávextir og innihalda yfirleitt nokkuð mikla beiskju. Vínandastyrkur getur verið frá 4,5% til 10%.Bjórar í þessum flokki eru bestir framreiddir við um 7-13°C Sjá minna