Lýsing
Ljóssítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítróna, steinefni, smjördeig, eggjabúðingur, létt eik. Sjá meira
Bragðflokkur: Kröftugt og ósætt
Hvítvínin í þessum flokki eru mörg hver eikarþroskuð og
alkóhólrík, með kröftugu berja- og eikarbragði, til dæmis
þyngri Chardonnay-vín, Gewurztraminer og vín sem hafa
komist í snertingu við eik. Flest þeirra geymast vel í nokkur ár.
Þessi vín eru kröftug með ristuðum eikartónum og þéttum ávexti. Hér erum við að tala vín sem henta með bragðmeiri mat svo sem feitum fiski, kjúkling, kalkún, humar og jafnvel svínakjöti.
Hvítvín eru best kæld í 10-12°C. Sætari hvítvín má bera fram kaldari. Vín við stofuhita þarf um það bil 2 tíma í kælingu. Sjá minna