Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

GRASKER

  1. Afhýðið grasker og skerið í fallegar lengjur.
  2. Skerið chilli í fínar sneiðar.
  3. Setjið grasker á bakka og dreifið ólífu olíu, chilli og timían yfir.
  4. Blandið öllu vel saman. Setjið í ofn á 130°C í 30 mínútur. Kælið. 

 

CHIMMICHURRI

  1. Hitið smjör rólega á pönnu þangað til komin er karamelluáferð á það en passið að það brenni ekki.
  2. Fínsaxið skalottlauk og steikið í smjörinu þar til hann er orðinn alveg glær. Látið bíða í 5 mínútur.
  3. Saxið kóríander fínt og setjið útí laukinn, blandið vel.
  4. Kreistið lime og bætið eplaediki og ólífuolíu úti. Smakkið til með salti og pipar. 

 

MAÍSSALSA

  1. Sjóðið maísstöngulinn í 10 mín í potti og kælið þvínæst.
  2. Skrælið baunirnar af, fínsaxið rauðlauk og kóríander og skerið chilli í þunnar sneiðar.
  3. Kreistið lime yfir og smakkið til með salti og pipar.      

 

SAMSETNING
Setjið graskerið á spjót og dreifið chimmichurri og maíssalsa yfir.

 

VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með ósætu rósavíni.