Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

SPÍNATHJÚPUR

Hitið olíu á pönnu og steikið sveppina í 3 mín., bætið lauknum á pönnuna og steikið hvort tveggja þar til gullinbrúnt. Steikið spínatið í ólífuolíunni, setjið það á skurðarbretti og skerið það niður. Setjið laukinn, sveppina og spínatið í skál með hvítlauknum og brauðraspinu. Smakkið til með salti og pipar. 

 

NAUTALUND

Hitið pönnu með olíu og brúnið nautalundina allan hringinn. Setjið nautalundina í eldfast mót og smyrjið svo þykku lagi af spínathjúpnum þétt yfir hana. Setjið lundina í 100°C heitan ofn í 40 mín. eða þar til hún hefur náð 54°C kjarnhita.

 

GRASKERS-, PERU- OG GEITAOSTSSALAT

  1. Bakið graskerið við 180°C í 30 mín. og kælið.
  2. Veltið rauðlauknum upp úr edikinu og sykrinum og bakið við 180°C í 10 mín. og kælið.
  3. Skerið peruna og vínberin niður  og setjið í skál með rauðlauknum og graskerinu.
  4. Hnetur ristaðar í 5 mín. við 180°C
  5. Blandið hnetunum út í ásamt sýrða rjómanum og geitaostinum.
  6. Smakkið til með salti og pipar. 

 

VÍNIN MEÐ
Góð vín með nauti er hægt að finna í flestum löndum og margir velja rauðvín þó hægt sé að para hvítvín einnig með nauti.