Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

  1. Sjóðið pastað í léttsöltu vatni og fylgið nákvæmlega leiðbeiningum um suðutíma frá framleiðanda.
  2. Hitið olíu á pönnu.
  3. Steikið saman hvítlauk, lauk , papriku og chili, má ekki brúnast.
  4. Setjið smokkfiskinn og rækjurnar út í og steikið saman í 1-2 mín.
  5. Takið af pönnunni og geymið. Setjið tómatana á pönnuna og sjóðið. Maukið ef þarf.
  6. Setjið nú fiskinn og grænmetið saman  við og loks pastað.
  7. Blandið öllu vel saman og smakkið til. Bætið við chilipipar og salti að smekk.

 

Berið fram með góðu brauði og ef til vill salati. Hægt er að nota svo til allt sjávarfang í þennan rétt.

 

VÍNIN MEÐ
Ítalski uppruni þessarar uppskriftar kallar á Ítölsk hvítvínvín.