Grillið steikurnar við háan hita í nokkrar mínútur á hvorri hlið.
GRÁÐOSTAKRYDDSMJÖR
- Látið gráðaostinn og smjörið ná stofuhita.
- Saxið hvítlauk, sólþurrkuðu tómatana og ólífurnar.
- Blandið öllu saman í skál með gaffli.
- Hægt er að rúlla smjörinu upp í plastfilmu, kæla og skera niður eins og hefðbundið kryddsmjör eða bera það fram eins og mauk.Hvort tveggja er mjög gott
GRILLAÐAR KARTÖFLUR
- Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru næstum gegnsoðnar.
- Skerið í tvennt eftir endilöngu.
- Penslið sárið með olíu ogklárið að elda á grillinu.
- Kryddið með salti og pipar.
Berið fram með litríku sumarlegu salati og grilluðum kúrbít.
VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum. Hér er það þó rauðvínið sem ræður ríkjum.