- Smálúðan er hreinsuð og skorin í þunnar sneiðar og raðað á disk.
- Ólífuolía, sesamolía og sesamfræ sett í pott og hitað þar til volgt, u.þ.b. 40°C.
- Olían má alls ekki verða of heit því þá eldast smálúðan of mikið.
- Olíunni er svo hellt yfir fiskinn.
- Ristuðum furuhnetum og kóríander stráð yfir ásamt dálitlu sjávarsalti.
VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna hugmyndir að víni sem henta vel með þessum rétti, en ef hakað er við "fiskur" ættir þú að finna vín við hæfi.