Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

  1. Eggaldin er skorið í þunnar sneiðar, velt uppúr olíu, salti, pipar og tímjani og bakað við 200°C í um 10 mínútur.
  2. Skrælið sætu kartöfluna og skerið í kubba og annað hvort bakið eða sjóðið þar til hún er orðin meyr.
  3. Blandið þá baununum, kartöflunni, kóríanderinu, engiferinu og hvítlauknum saman í matvinnsluvél og maukið.
  4. Smakkið til með salti og cayennepipar.
  5. Leggið eggaldinsneiðarnar á borð eða bretti og setjið 2 msk. af blöndunni á hverja sneið og rúllið upp, raðið á bökunarplötu með smjörpappír undir og bakið í 10 mínútur við 150°C.
    Gott er að bera rúllurnar fram með fersku melónusalati og brauði.

 

VÍNIN MEÐ
Upplagt er að velja vín fyrir grænmetisrétti með eggaldinrúllunum.