Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

  1. Svitið laukinn á pönnu í lítilli olíu, bætið ristuðu og möluðu fræjunum útí ásamt turmerik og svörtum pipar.
  2. Setjið kókosmjólkina út í ásamt tómatpúrre, sítrónugrasi, engifer, hvítlauk og lime (byrjið á að rífa börkinn með rifjárni og kreistið safann úr).
  3. Setjið fínsaxað chilli útí (varið ykkur á styrkleikanum, betra að byrja á því að setja minna og auka frekar við ef hann reynist mildur).
  4. Setjið smá vatn, seljurót og gulrætur útí.
  5. Látið malla þar til að grænmetið er orðið mjúkt.
  6. Bætið þá blómkáli og fersku kóríander útí og látið malla í 5 mínútur í viðbót.
  7. Mjög gott að bera fram með hýðishrísgrjónum og einföldu salati. 

 

VÍNIN MEÐ
Hér þarf að velja vel til að kryddin í réttinum trufli ekki vínin. Gott er að haka við "austurlenskt" í vöruleitinni, en þar hafa vínráðgjafar valið vín sem henta vel með krydduðum mat.