Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

  1. Kryddið kjúklingabitana með salti og pipar og steikið þá í olíu á pönnu þangað til þeir verða fallega brúnir.
  2. Takið þá bitana af pönnunni og setjið í pott.
  3. Setjið lauk, hvítlauk, sveppi og beikon á sömu pönnu og látið krauma.
  4. Bætið þá rauðvíni og koníaki á pönnuna, látið sjóða í 1 mínútu og hellið síðan yfir í pottinn.
  5. Setjið lok á pottinn og látið malla við vægan hita í 30 mínútur.
  6. Sigtið þá soðið frá, setjið það í annan pott og þykkið með sósujafnara.
  7. Bætið steinselju og smjöri í pottinn og hrærið í með sleif þangað til smjörið hefur bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða.
  8. Hellið sósunni yfir í pottinn með kjúklingabitunum og berið fram með t.d. hrísgrjónum, salati og grófu brauði.

 

 

VÍNIN MEÐ
Uppruni þessa réttar er í Bourgogne og því upplagt að nota rauðvín þaðan.