Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

  1. Blandið saman hveiti, salti, lyftidufti og leggið til hliðar.
  2. Þeytið saman egg og sykur þar til ljóst og létt. Bætið mjólk og ólífuolíu út í. Hrærið hveitiblönduna hægt saman við. 
  3. Skrælið eplin og skerið í teninga. Setjið í skál ásamt hrásykri, kanil og matskeið af mjúku smjöri. Blandið vel saman og bætið síðan út í kökudeigið. 
  4. Smyrjið kringlótt smelluform og stráið að innan með hveiti.
  5. Hellið deiginu í formið og bakið við 180°C í 30 mín. Lækkið hitann í 150°C og bakið í 15 mín. í viðbót. Stingið prjóni í kökuna til að kanna hvort hún sé fullbökuð.
  6. Berið fram með rjóma, kefir-rjóma eða grískri jógurt og ferskum jarðarberjum.

VÍNIN MEÐ

Eplakakan kallar á mild sætvín, ítölsk eða spænsk