Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

BLEIKJAN

  1. Steytið kryddið í morteli og blandið saman við saltið og sykurinn.
  2. Stráið blöndunni jafnt undir og ofan á bleikjuna, plastið vel yfir og geymið í kæli yfir nótt, að lágmarki í 12 tíma.
  3. Skolið vel og skerið niður í hæfilega skammta.

 

SÝRÐUR PERLULAUKUR

  1. Flysjið laukinn og forsjóðið í 30 sekúndur.
  2. Kælið strax í klakavatni.
  3. Þurrristið kryddið og brúnið dálítið.
  4. Bætið á pönnuna ediki, sykri og salti og sjóðið við vægan hita uns sykurinn leysist upp.
  5. Hellið yfir perlulaukinn og látið hann liggja í leginum yfir nótt.

 

SELJURÓTARMÚS

  1. Hreinsið seljurótina og skrælið, skerið hana í litla bita, sjóðið í rjómanum og vatninu þar til hún er vel mjúk. 
  2. Maukið rótina heita í blandara eða með öflugum töfrasprota uns áferðin er slétt og kekkjalaus.
  3. Smakkið til með salti og nýkreistum sítrónusafa.

 

VÍNIN MEÐ

Með þessum rétti henta smásæt hvítvín sérlega vel.