Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

TÓMATSÓSA

  1. Svitið laukinn og hvítlaukinn í ólífuolíunni í nokkrar mínútur.
  2. Bætið tómötunum, bæði ferskum og í dós, út í pottinn ásamt chili og basilíku.
  3. Látið sjóða í 30- 40 mínútur.
  4. Kryddið til með salti og pipar.
     

EGGALDIN

  1. Penslið eggaldin með ólífuolíu og bakið heil á smjörpappír í forhituðum ofni, 180°C, í 40 til 50 mínútur.
  2. Kælið. Skerið eggaldin í tvennt eftir endilöngu, skafið kjötið úr og saxið það smátt.
  3. Skiljið örlítið af kjötinu eftir í hýðinu svo að það haldist heillegt og geymið.
  4. Hellið ólífuolíu í pott og steikið hvítlaukinn, blaðlaukinn og sveppina í nokkrar mínútur.
  5. Bætið síðan eggaldinkjötinu, kryddinu og tómötunum saman við og látið krauma við vægan hita í 20-30 mínútur.
  6. Hrærið reglulega í og gætið þess að ekki brenni við.
  7. Takið pottinn af hitanum og bætið helmingnum af parmesan-ostinum saman við.
  8. Fyllið eggaldinhýðið með blöndunni, stráið restinni af ostinum yfir og bakið í nokkrar mínútur í ofni.
  9. Berið fram með tómatsósunni.

 

VÍNIN MEÐ

Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir að vínum sem henta með grænmetisréttum , en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum.