Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

Þessi sósa passar vel með reyktu grísakjöti.

  1. Hvítvín, skallotlaukar og smávegis estragon er soðið niður um rúmlega helming.
  2. Þá er kjötsoði og tómatpúrré bætt út í og látið sjóða við mjög lágan hita í um það bil klukkutíma.
  3. Því næst er rjómanum bætt út í og látið sjóða í 10 mínútur í viðbót.
  4. Loks er sósan sigtuð með fínu sigti og smjöri hrært saman við.

 

VÍNIN MEÐ
Það liggur beinast við að hafa  Chablis hvítvín með sósunni, þó að annað þurrt hvítvín komi einnig til greina.