Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

  1. Setjið möndlur í matvinnsluvél og saxið þar til þær eru orðnar að fínu mjöli.
  2. Blandið saman í skál möndlumjöli, flórsykri (og kakói, ef gera á súkkulaðimakkarónur).
  3. Þeytið eggjahvítur, bætið sykri út í og þeytið þar til blandan er stíf.
  4. Blandið þurrefnum saman við eggjahvíturnar í þremur skömmtum með sleif og hrærið vel á milli.
  5. Setjið litinn út í. Sprautið litlar kökur á plötu með bökunarpappír og látið standa í 30 mín. Bakið við 150°C í 8-10 mínútur.

 

FYLLINGAR FYRIR MAKKARÓNUR:

SÚKKULAÐIKREM

  1. Saxið súkkulaðið fínt og setjið í skál. Hitið 110 ml af rjóma ásamt hunangi að suðu.
  2. Hellið helmingnum af   hunangsrjómanum yfir saxað súkkulaðið og hrærið út frá miðju þar til byrjar að myndast binding.
  3. Bætið afganginum af blöndunni saman við og hrærið saman.
  4. Hellið 250 ml af köldum rjóma út í og blandið vel.
  5. Kælið í ísskáp í u.þ.b. 1 klst. Þeytið kremið upp áður en það er notað. Smyrjið kreminu á helminginn af makkarónunum.
  6. Leggið síðan hinn helminginn ofan á og búið til samlokur.

 

HINDBERJAFYLLING

  1. Hitið maukið og hunangið að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið.
  2. Látið standa í 1 mínútu. Hærið og setjið smjörið saman við í litlum bitum og blandið öllu saman.
  3. Kælið örlítið og búið til samlokur á sama hátt og lýst er hér fyrir ofan.

 

VÍNIN MEÐ
Sæt, hvít eftirréttavín passa vel með makkarónunum