Ljós lager er vinsælasti flokkur bjórs í dag og á rætur sínar að rekja til borgarinnar Pilsen í Tékklandi. Þetta eru undirgerjaðir bjórar og eru eins og nafnið gefur til kynna ljósir eða gullinn á lit og flestar tegundir bragðmildar, þó með undantekningum. Algengast er að vínandastyrkur sé á bilinu 4,5% - 5,6% en þó eru til tegundir sem hafa minni styrkleika eða meiri. Ljósir lager bjórar eiga að vera ferskir og brakandi og bragð einkennist af korninu sem notað er við framleiðslu bjórsins, nokkuð mikilli freyðingu, og fremur lítilli til miðlungs beiskju. Humlar eru notaðir sem mótvægi við sætuna í maltvökvanum.
Ljós lager – Keimur, mýkt, styrkleiki og beiskja

Undirflokkar

Léttur lager

Hér er að finna lagerbjóra sem hafa lægri vínandastyrk og innihalda færri kaloríur og kolvetni en bræður þeirra í öðrum flokkum. Þessir bjórar ery yfirleitt einkennalitlir, eru ferskir og þægilegir. Það má segja að í þessum flokki eru bragðminnstu lagerbjórarnir.
Léttur lager – Keimur, mýkt, styrkleiki og beiskja

Vörur í þessum flokki