Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Afleiðingar þess að leggja niður einkaleyfi á sölu áfengis

Árið 2011 var einkaleyfi ríkisins lagt niður á sölu áfengis í Washington-fylki. Þremur árum síðar var gerð rannsókn á því hvaða áhrif aðgerðin hafði. Helstu niðurstöður voru:

  • Ávinningur íbúa Washington fylkis var rýr. Áfengisverð hækkaði strax um 12%.
  • Of snemmt að meta samfélagsleg áhrif.
  • Þeir sem hafa hagnast á nýju reglugerðinni eru Costco og aðrar stórar verslunarkeðjur.
  • Minni búðir gátu ekki keppt við stóru verslunarkeðjurnar. Margar vínverslanir urðu gjaldþrota.
  • Reglugerðin leiddi til þess að markaðinum er stjórnað af stóru verslunarkeðjunum („monopoly to a duopoly“).
  • Reglugerðin samin þannig að gjöld voru lögð á heildsala en ekki smásala, þ.e. stóru verslunarkeðjurnar sluppu.
  • Minni áfengisframleiðendur eiga erfiðara uppdráttar. 
  • Þjófnaður jókst.

Hér má sjá rannsóknina: (2014) Alcohol Deregulation by Ballot Measure in Washington State

 

HEFÐU KJÓSENDUR KOSIÐ ÖÐRUVÍSI?

Árið 2016 var gerð önnur könnun þar sem kannað var hvort kjósendur hefðu valið öðruvísi ef þeir hefðu séð inn í framtíðina?

Niðurstaða:

  • Þeir sem kusu „já“ eru átta sinnum líklegri til að kjósa öðruvísi núna heldur en þeir sem kusu „nei“.
  • Það er ekki fylgni á milli þessara breytinga og skoðana kjósenda á sköttunum.
  • Mikilvægt er fyrir lönd/ríki sem íhuga einkavæðingu að skoða þessa niðurstöðu.


Hér má sjá könnunina: (2016) Opinions on the Privatization of Distilled-Spirits Sales in Washington State: Did Voters Change Their Minds?