Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Virkar í raun ströng alkóhólstefna?

Í þessari rannsókn er skoðað hvort strangari alkóhólstefna á unglingsárunum, hafi áhrif á neyslu áfengis á fullorðinsárum í samanburði við frjálslegri stefnur. 

Gögnin komu úr endurtekinni könnun sem náði til þverskurðar af sænsku þjóðinni. Könnunin var framkvæmd á árunum 2002-2013 og gögnum safnað mánaðarlega með úthringingum. Úrtakið var 127.480 Svíar, fæddir á árunum 1951-1989, þ.e. náðu 15 ára aldri annars vegar á árunum 1966-1977 og 1992-2004 þegar áfengislöggjöfin var frjálsari og hins vegar á árunum 1978-1991 þegar áfengislöggjöfin var strangari.

Niðurstaða:
Karlar og konur sem ólust upp á því tímabili sem strangari stefna var, drekka minna áfengi á fullorðinsárum en þau sem ólust upp við frjálsari stefnu.

Flokkur: Afleiðingar aukins frelsis í sölu áfengis