Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Samdráttur í sölu áfengis

05.03.2010

Í febrúar var sala áfengis 8,1% minni í lítrum en árið 2009.  Það sem af er árinu hefur salan dregist saman um 8,7%.
Hlutfallslega er samdrátturinn mestur í sölu á blönduðum drykkjum en þar hefur salan dregist saman um 37% í samanburði við árið 2009.  Svipaða sögu er að segja um ókryddað brennivín og vodka en salan þar hefur minnkað um 25% á milli ára. 

febrúar

jan-febrúar

Á heildina litið hefur minnkun í sölu lagerbjórs mest áhrifn á söluþróun, en lagerbjór er um 79% af heildarmagni seldra lítra.  Salan á lagerbjór dróst saman um 7,8% í febrúar en ef litið er til sölu ársins þá er samdrátturinn 8,2% m.v. árið 2009.

Á línuritinu má sjá söluþróun á bjór í febrúar frá árinu 2005.
Sala á lagerbjór í febrúar