Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Takk fyrir jákvætt viðhorf!

25.02.2010

Takk fyrir jákvætt viðhorf!Íslenska ánægjuvogin er könnun sem mælir ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja með samræmdum hætti. Nýlega voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2009. Í könnuninni er sérstök áhersla lögð á ánægju viðskiptavina og tryggð. Mældir eru þættir eins og ímynd, væntingar og gæði þjónustu.

Í flokki smásöluverslana voru Vínbúðirnar í öðru sæti á eftir Fjarðakaup sem var sigurvegari flokksins. Við óskum Fjarðakaup innilega til hamingju með frábæran árangur.  Af þeim 25 fyrirtækjum sem mæld voru í allri könnuninni voru Vínbúðirnar í fjórða sæti.

Vínbúðirnar eru stoltar af árangrinum, en ánægja viðskiptavina hefur aldrei mælst hærri í þau sjö ár sem fyrirtækið hefur tekið þátt í þessari könnun.

Starfsfólk Vínbúðanna þakkar viðskiptavinum fyrir jákvætt viðhorf.

Hér má sjá helstu niðurstöður Ánægjuvogarinnar.