Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í magni en árið 2008. Á árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman en sala á hvítvíni aukist. Sala á sterku áfengi þ.e. ókrydduðu brennivíni og vodka hefur dregist saman 11,5% í magni. Enn meiri samdráttur hefur orðið í sölu blandaðra sterkra drykkja eða 37%.
Salan í nóvember dróst saman um 4,1% samanborið við nóvember í fyrra. Þar vegur þungt minni sala á lagerbjór og sterkum drykkjum.