Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við vínbúðir ÁTVR býður uppá Vínsmökkun II
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa nokkra þekkingu á vínsmökkun eða tóku þátt í námskeiðinu ,,Vínsmökkun I; ilmur, bragð, áferð-listin að meta vín".
Meginviðfangsefnið er sem fyrr vínsmökkun en nú með meiri áherslu á vínstíla og víngerðaráferðir. Fjallað verður meðal annars um áhrif þroskunar- og víngerðaraðferða, blindsmökkun og gæði miðað við verð.
Tími: þriðjudaga 24, og 31. október og 7. nóvember kl. 20:15-22:15
Skráning og nánari upplýsingar á www.endurmenntun.is eða í síma 525 4444. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Námskeiðin fara fram í höfuðstöðvum ÁTVR, Stuðlahálsi 2.
Umsjón: Skúli Þ. Magnússon, sérfræðingur hjá ÁTVR