Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínbúðin Siglufirði í nýjan búning

23.09.2009

Vínbúðin Siglufirði í nýjan búningVínbúðin Siglufirði hefur nú fengið á sig nýjan blæ, en nú er Vínbúðin orðin að sjálfsafgreiðsluverslun.

 

Vínbúðin Siglufirði er ein af elstu Vínbúðum landsins, en hún hefur verið starfrækt frá árinu 1932. Starfsemin flutti hinsvegar í núverandi hús árið 1945 og hingað til hafa viðskiptavinir fengið afgreitt yfir borð, eins og þekkt er í minni Vínbúðum á landsbyggðinni. ÁTVR rekur nú 49 Vínbúðir um land allt og eru um 26 þeirra svokallaðar minni búðir (með 100 til 200 tegundir í sölu).

 

Við vonum að viðskiptavinir verði ánægðir með breytingarnar, enda markmiðið að auka þægindi viðskiptavina og veita enn betri þjónustu.

 

Vínbúðin Siglufirði í nýjan búning

Myndirnar eru fengnar með góðfúslegu leyfi frá www.siglo.is