Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Þemadagar í Vínbúðum

02.09.2019

Í september og október verða þemadagar í Vínbúðunum þar sem áhersla verður lögð á lamb og vín. Vín sem henta með lambakjöti eru merkt sérstaklega í Vefbúðinni með tákni sem gefur til kynna að vínið passi einstaklega vel. Á hverjum og einum tíma eru vel yfir fimmhundruð vín merkt með þessu tákni, þannig að úr nógu er að velja. Tillögurnar miðast í raun við að vínin hafi kraft til að hægt sé að njóta með lambasteik.

En hvað spilar inn í val á víni? Það er grundvallaratriði hvaða hráefni við notum hverju sinni. Kjöt er mis bragðmikið og lambakjöt er með því bragðmeira. Þar af leiðandi eru flest vín, sem merkt eru lambi í Vínbúðunum, rauð.

Þessar upplýsingar og meiri áhugaverðan fróðleik er hægt að finna hér á vinbudin.is og einnig í nýútkomnum bæklingi sem hægt er að nálgast í næstu Vínbúð. Einnig er að finna hér á vefnum og í bæklingi spennandi uppskriftir, sem Hrefna Sætran og félagar á Grillmarkaðnum settu saman fyrir Vínbúðirnar.

Njótið vel!