Nú gengur þorrinn senn í garð og margir bíða því spenntir eftir að þorrabjórinn mæti í hillur Vínbúðanna, en sala á honum hefst fimmtudaginn 18.janúar.
Vaxandi áhugi hefur verið á árstíðabundnum bjórum undanfarið og alltaf spennandi að sjá hvað er á boðstólum hverju sinni.
Í ár er áætlað að 14 tegundir af þorrabjór verði í boði, en í vörulistanum hér á vefnum er hægt að skoða nánar í hvaða Vínbúð hver tegund fæst og einnig er hægt að kaupa þá í Vefbúðinni.
Eftirfarandi tegundir eru áætlaðar í sölu:
- 23.1.73
- Súrhvalur þorraöl Steðja
- Hvalur II þorraöl
- Þorrakaldi
- Bóndi Session IPA
- Einiberja Bock þorrabjór
- Segull 67 þorrabjór
- Þorragull
- Surtur nr. 38
- Surtur nr. 56
- Surtur nr. 8.7
- Surtur nr. gjafapakkning
- Stóri Skjálfti California Common
- Frýs í æðum blóð - súröl