Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 3,9% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 752,9 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 783 þúsund lítrar. Fjöldi viðskiptavina í vikunni var tæplega 125 þúsund, en í sömu viku í fyrra komu 127 þúsund viðskiptavinir. Fækkun viðskiptavina er því 1,7%.
Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er einn stærsti dagur ársins í Vínbúðunum og síðastliðinn föstudag komu um 43 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en sama daga fyrir ári komu 44 þúsund viðskiptavinir.
Í Vínbúðinni í Vestmannaeyjum seldust 48,5 þúsund lítrar af áfengi vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra en 58,4 þúsund lítrar í ár. Aukningin er um 20%. Sambærilegar tölur fyrir Akureyri eru 63,8 þúsund lítrar seldir í fyrra, en 50,1 þúsund lítrar í ár eða minnkun um 22%. Á Ísafirði seldust 14,2 þúsund lítrar í fyrra en 14,1 þúsund lítrar í ár sem er um 1% minna sala en fyrir ári.
