Sala áfengis í maí jókst um 3,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Í kjölfar samþykktar Alþingis 28. maí um hækkun á áfengisgjaldi var mikil sala í Vínbúðunum 29. og 30. maí en hækkunin tók ekki gildi fyrr en 1. júní. Þessa tvo daga seldust 403 þúsund lítrar af áfengi eða sem nemur 21% af sölu mánaðarins. Mest jókst salan á hvítvíni um 20,8% en næst kom rauðvín með 11,9% aukningu miðað við maí 2008.
Sala áfengis fyrstu fimm mánuði ársins jókst um 1,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala hvítvíns jókst um 9,2%, rauðvíns um 1,1% og lagerbjórs um 2,9%.