Fréttatilkynning:
Alþingi hefur samþykkt 15% hækkun á gjöldum á áfengi og tóbak. Áfengisgjald er innheimt við innflutning og er innifalið í innkaupsverði ÁTVR frá birgjum. Í samræmi við reglur verður birgjum gefinn kostur á að tilkynna nýtt verð til ÁTVR og mun verðhækkunin taka gildi að því loknu.
Meðfylgjandi tafla sýnir áhrif hækkunar áfengisgjalds á verð til neytenda á nokkrum völdum vörum. Tekið skal fram að hér er eingöngu miðað við breytingar á áfengisgjaldi og gengið út frá að aðrir þættir í innkaupsverðinu séu óbreyttir.
ÁTVR selur tóbak í heildsölu til söluaðila sem hafa tóbakssöluleyfi. Nýtt verð mun taka gildi 29. maí í samræmi við breytingar á tóbaksgjaldi.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í síma 560 7700.