ÁTVR er ábyrgt fyrirtæki sem leggur áherslu á að vinna í átt að jákvæðri vínmenningu með því að stuðla að ábyrgri áfengisneyslu og umgengni við áfengi, öllum til ánægju.
Nú í sumar standa Vínbúðirnar fyrir auglýsingaherferð undir yfirskriftinni "Bíddu - hafðu skilríkin meðferðis". Markmiðið með auglýsingunum er að vekja á jákvæðan hátt athygli á áfengiskaupaaldrinum og hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að eigin frumkvæði.
Auglýsingarnar verða sýndar í sjónvarpi, útvarpi, netmiðlum á strætóskýlum og í bíó.