Sala áfengis í apríl jókst um 14,7% miðað við sama mánuð í fyrra. Páskar í ár voru í apríl en í mars í fyrra. Samanburður við sömu mánuði í fyrra er því erfiður.
Sala áfengis fyrstu fjóra mánuði ársins jókst um 1,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 2,8% og hvítvíns um 4,9% en sala á rauðvíni dróst saman um 2,4%.

