Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, er opinn öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.

Vínbúðin er tilnefnd til verðlauna í fjórum liðum:
- Vöru- og firmamerki: Nýtt vörumerki Vínbúðanna
- Almannaheillaauglýsingar: Láttu ekki vín breyta þér í svín (sjónvarp)
- Almannaheillaauglýsingar. Láttu ekki vín breyta þér í svín (dagblöð)
- Vefauglýsingar: Skilríki - getur þú sannað það?
Nánari upplýsingar um tilnefningarnar er að finna á vef Imark
Vínbúðirnar eru stoltar af tilnefningunum, en niðurstöður úr Lúðrinum munu liggja fyrir föstudaginn 27.febrúar nk.