Sala áfengis í janúar jókst um 12% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 15% á tímabilinu og sala hvítvíns um 12%.

Sala rauðvíns og ókryddaðs brennivíns jókst um 4% og 8% á tímabilinu.
Skýring á þessari miklu aukningar má rekja til þess að í janúar í ár voru fimm laugardagar en fjórir í fyrra. Sala fimmta föstu- og laugardagsins (30.-31.janúar) var um 17% af heildarsölu mánaðarins.