Sala á tímabilinu janúar til október jókst um 6,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 5,9% á tímabilinu og sala rauðvíns um 7,3%.
Sala hvítvíns og ókryddaðs brennivíns jókst um 17% og 8,8% á tímabilinu.
Vínbúðin er stolt af því að vera leiðandi fyrirtæki í umhverfisábyrgð og leggur áherslu á að bjóða gott úrval af fjölnota innkaupapokum.
Við gerð ársskýrslu ÁTVR er fylgt viðmiðum GRI, þar sem upplýsingum tengdum samfélagslegri ábyrgð er miðlað á gagnsæjan hátt.