Sala í lítrum fyrstu 9 mánuði ársins jókst um 3,9% miðað við sama tímabil í fyrra.
Sala bjórs jókst um 3,7% á tímabilinu og rauðvíns um 3%. Sala á hvítvíni hefur
hins vegar aukist verulega eða um 14,1%. Sala á ókrydduðu brennivíni og
vodka eykst umfram meðaltal og er 6,6%.
Velta áfengis á tímabilinu var 12,6 milljarðar króna en var 11,4 milljarðar í fyrra
og nemur aukningin 10,4% á milli ára.