Á starfsfólki Vínbúðanna hvílir sú skylda að ganga úr skugga um að viðskiptavinir hafi aldur til að kaupa áfengi.
Vínbúðirnar eru nú með átak í þeim tilgangi að auka skilning viðskiptavina á mikilvægi þess að hafa skilríki sín meðferðis í Vínbúðina og hvetja þá til að sýna þau að fyrra bragði. Þannig er markmiðið að fæla frá þau ungmenni sem ekki hafa náð tvítugsaldri og búa jafnframt aðra undir að framvísa skilríkjum á jákvæðan hátt.