Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hátíðarvín 2005

23.11.2005

Hátíðarvín 2005Þemadagarnir Hátíðarvín 2005 eru nú í fullum gangi í vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling í næstu vínbúð sem auðveldar valið á víninu með hátíðarmatnum.

Yfir 100 vín eru í bæklingnum, flokkuð eftir því með hvaða mat þau henta best. Þar er að finna vín sem henta t.d. vel með fiskréttum, ljósu kjöti, reyktum mat eða villibráð.

Fjöldi vína eru á sérstöku tilboðsverði þessa hátíðardaga, en hér er einnig hægt að sjá bæklinginn sem er í dreifingu í vínbúðunum