Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR með hæstu einkunn í Íslensku Ánægjuvoginni

11.02.2016

Vínbúðin fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar, sem kynnt var í morgun. Þetta er þriðja árið í röð sem viðskiptavinir gefa Vínbúðinni hæstu einkunn. Vínbúðin fékk einkunnina 73,8. Til samanburður var meðaltal allra fyrirtækja í mælingunni 63,0.  

Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana svo sem ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.

Við erum mjög stolt af árangrinum og þökkum viðskiptavinum traustið, um leið og við erum staðráðin í að gera enn betur á öllum sviðum, hvort sem er í þjónustu eða samfélagslegri ábyrgð.