Jólafólk óskast til starfa í desember og kringum áramót, bæði í fullu starfi og hlutastarfi.
Starfssvið
Sala og þjónusta við viðskiptavini
Hæfniskröfur
Reynsla af þjónustustörfum er kostur, en ekki skilyrði. Góð framkoma og rík þjónustulund er nauðsynleg. Sakavottorðs er krafist. Laun eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins og Starfsmannafélags ríkisstofnana.
ÁTVR er framsækið og ábyrgt fyrirtæki sem leggur áherslu á að veita öllum viðskiptavinum sínum góða þjónustu, stuðla að jákvæðri vínmenningu og draga úr neyslu tóbaks. Vínbúðir ÁTVR eru 47 talsins og staðsettar víðs vegar um allt land. Að jafnaði starfa um 350 manns hjá ÁTVR. Fyrirtækið vill búa starfsfólki sínu skapandi og lifandi starfsumhverfi sem virkjar þann kraft sem í því býr og laða til sín hæft fólk sem býr yfir frumkvæði og þjónustulund.
Áhugasamir eru beðnir um að sækja um hjá Hagvangi á slóðinni www.hagvangur.is fyrir 25. nóvember nk.
Nánari upplýsingar veita Arna Pálsdóttir og Elísabet Sverrisdóttir.
Netföng: arna@hagvangur.is og elisabet@hagvangur.is