
Glerbrot hefur fundist í rauðvínsflösku af tegundinni Amalaya de Colomé 2005.
ÁTVR og Vífilfell hf. biðja viðskiptavini sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu vínbúð við fyrsta tækifæri þar sem hún verður endurgreidd.
Varan hefur verið tekin úr sölu úr öllum vínbúðum ÁTVR og dreifing stöðvuð tímabundið.
Gallinn hefur fundist í einni flösku með lotunúmerið L-A106 (sjá mynd).