Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nýr forstjóri ÁTVR frá 1. september

29.08.2005

Fjármálaráðherra hefur skipað Ívar J. Arndal aðstoðarforstjóra í embætti forstjóra ÁTVR frá 1. september nk. Ívar hefur gegnt starfi aðstoðarforstjóra ÁTVR frá árinu 2000 og var settur forstjóri í eitt ár 2003 – 2004. Hann er vélaverkfræðingur að mennt, en hefur einnig meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu, auk náms í viðskipta- og rekstrarfræði.