Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínblaðið

17.12.2003

VínblaðiðVínblaðið var að koma út í fyrsta sinn og verður því dreift í vínbúðir fyrir helgina. Vínblaðið er samsett af tveimur áður útgefnum bæklingum; Vöruskrá ÁTVR og Nýtt í vínbúðinni.  Auk þess er þar að finna ýmsan annan fróðleik. Vínblaðið mun koma út annan hvern mánuð.
Meðal efnis í Vínblaðinu er ítarleg grein um kampavín eftir Þorra Hringsson og hann skrifar einnig um þrúguna Riesling. Þá er viðtal við Riesling þrúguna þar sem hún lýsir sérkennum sínum á persónulegan og einfaldan hátt svo flestir ættu að muna eftir henni næst þegar farið er í vínbúð. Meðal nýjunga er að hægt að fletta upp á vörum í stafrófsröð og finna blaðsíðutal þeirra í vöruskrá.
Vínblaðinu er ætlað að gefa góðar upplýsingar um þær vörur sem vínbúðir okkar hafa að bjóða. Það á að vera  fróðlegt og gagnlegt fyrir viðskiptavini vínbúðanna, en umfram allt þægilegt í notkun.