Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fjölbreytt úrval á vínkynningunni

08.12.2003

Fjölbreytt úrval á vínkynningunniMikil stemmning var á vínkynningunni á Grand Hótel á laugardag. Þar var saman komin fjöldi manns til að kynna sér vín með jólamatnum enda var úrvalið frábært eða tæplega 80 tegundir sem 19 birgjar kynntu af kostgæfni. Gátu flestir gestir fundið nokkur vín sem hæfa matnum sem er hafður yfir hátíðirnar. Með vínunum var hægt að smakka á mat sem kemur helst við sögu á jólum. Kynningin heppnaðist afar vel og voru allir sem að henni stóðu mjög ánægðir með árangurinn. Áformað er að endurtaka leikinn með sambærilegar vínkynningum.

Hægt er að fá bæklinginn Vín með jólamatnum í næstu Vínbúð.