Bæklingurinn Vín með jólamatnum er nú kominn í flestar vínbúðir. Þar eru kynntar 86 víntegundir sem 21 birgir valdi með sex matarflokkum sem koma sérstaklega við sögu á jólum. Vínin eru röðuð upp eftir matarflokkum, ásamt mynd af hverju víni, stuttri lýsingu og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi með uppáhalds jólamatnum. Matarflokkarnir eru: Lamb/naut, Reykt kjöt, Ljóst kjöt, Villibráð, Fiskréttir og Fordrykkir/freyðivín/eftirréttavín.
Á morgun, laugardag, 6. desember verður svo haldin kynning á vínunum í bæklingnum í Hvammi á Grand Hótel frá kl 16-19, þar sem gestum gefst kostur á að smakka vínin ásamt þeim mat sem þau eiga best við. Það kostar 1000 krónur inn og er 20 ára aldurstakmark. Miðafjöldi er takmarkaður.