Í tilefni af útkomu bæklingsins, Vín með jólamatnum, munu birgjar áfengis í samvinnu við ÁTVR halda kynningu á jólavínum laugardaginn 6. desember í Hvammi á Grand Hótel frá kl. 16-19.
Á kynningunni gefst fólki kostur á að kynna sér bæklinginn og smakka á jólavínunum, ásamt matarsmakki úr viðkomandi matarflokkum. Þarna verða rúmlega 80 víntegundir kynntar ásamt smakkprufum af lambakjöti, nautakjöti, hangikjöti, hamborgarahrygg, kalkún, villibráð, fiski og ábætisréttum. Vínsérfræðingar verða á staðnum og er þetta því tilvalið tækifæri til þess að fá ráðleggingar um val á vínum með jólamatnum.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur og er miðafjöldi takmarkaður. 20 ára aldurstakmark.