Vinbud.is hlaut í gærkvöldi verðlaun sem besti fyrirtækjavefurinn þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Apótekinu. Það eru ÍMARK og Vefsýn sem standa fyrir verðlaununum, en þau eru styrkt af ISNIC. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt. Tilgangur þeirra er að auka metnað íslenskra fyrirtækja í vefmálum og stuðla að aukinni atvinnumennsku við smíði vefa á Íslandi.
Söfnun tilnefninga fór fram 8.-18. október á vef Vefsýnar, www.vefsyn.is og íslenska vefakademían sem skipuð er fimm reyndum einstaklingum úr vef- og markaðsiðnaðinum, valdi úr tilnefningunum sigurvegara í hverjum flokki. Alls bárust um 10.000 tilnefningar. Sérstakur gestur verðlaunaafhendingunni var Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Verðlaun voru veitt í fimm flokkum.
Sem besti íslenski vefurinn voru þessi vefsetur tilnefnd:
www.hugi.is
www.tonlist.is
www.doktor.is
www.islendingabok.is
www.simaskra.is
Besti íslenski vefurinn: tonlist.is
Sem besti fyrirtækisvefur voru þessi vefsetur tilnefnd:
www.ikea.is
www.vodafone.is
www.vinbud.is
www.ossur.is
www.toyota.is
Besti fyrirtækisvefurinn: vinbud.is
Sem besti einstaklingsvefur voru þessi vefsetur tilnefnd:
http://arni.hamstur.is
www.katrin.is
www.b-man.dk
www.frettir.com
www.bjorn.is
Besti einstaklingsvefurinn: bjorn.is
Sem besti afþreyingarvefur voru þessi vefsetur tilnefnd:
Islendingabok.is
www.hugi.is
www.mbl.is
http://visindavefur.hi.is
www.tonlist.is
Besti afþreyingarvefurinn: hugi.is
Sem besta útlits- og viðmótshönnun voru þessi tilefnd:
www.egillhardar.com
www.nikitaclothing.com
www.lirfan.is
www.tonlist.is
Besta útlits- og viðmótshönnun: nikitaclothing.com
.
Grafísk hönnun vinbud.is var í höndum Jonathans Gerlach hjá Idega hugbúnaði hf. (www.idega.is), með idegaweb hugbúnaði en uppsetning, samþætting við vefbúð og ráðgjöf var undir stjórn Markúsar Guðmundssonar hjá Landsteinum Streng.