Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínbúð í nýju húsnæði á Eiðistorgi

01.10.2003

Vínbúð í nýju húsnæði á EiðistorgiÁTVR opnaði nýja vínbúð á efri hæðinni á Eiðistorgi í gær, 30. sept. Um leið var gömlu vínbúðinni í kjallara Eiðistorgs lokað en þar hefur hún verið síðan árið 1989. Í tilefni opnunarinnar var gestum boðið í morgunmat og hélt Ívar J. Arndal forstjóri tölu um tilurð þessara breytinga. Þar sem húsnæðið í kjallaranum þótti óhentugt var tilvalið að flytja búðina um leið og nýtt leiguhúsnæði fékkst. Unnið er af kappi að breyta útliti vínbúða ÁTVR og er stefnt að því að verkinu ljúki árið 2005. Upplagt var því að flytja búðina á Eiðistorgi í nýtt húsnæði með nýja útlitinu.

Málverk eftir Tolla prýða veggi vínbúðarinnar, en hann mun sýna list sína í völdum vínbúðum ÁTVR næsta árið.

Vínbúðin býður upp á úrval vína eða um 900 tegundir og er með yfir þúsund vörunúmer.

Verslunarstjóri er Einar Benediktsson og er búðin opin milli 11 og 18 virka daga nema föstudaga, þá er hún opin til 20. Á laugardögum er opið frá 11 til 16.

 

Mynd: Jóhann Steinsson, hjá fasteignasviði ÁTVR ræðir við Eið Eiðsson lögreglumann.