Í Kína hafa fornleifafræðingar fundið vínkrús úr bronsi sem talin er vera 2000 ára gömul. Krúsin er í líki Phönix höfuðs og fannst í musteri í borginni Xi’an í vestur Kína. Innihaldið var fimm lítrar af ljósgrænu hrísgrjónavíni. Þetta er mesta magn sem fundist hefur af svo gömlu víni og einnig það best varðveitta.
Fornleifafræðingarnir álykta af vandaðri gerð vínsins að eigandi þess hafi verið háttsettur aðalsmaður.
Með þessum fundi vonast fornleifafræðingar til að komast að því hvernig forn Kínverjar hafa þróað víngerðartæknina. Ekki fylgdi fréttinni hvort einhver hafði smakkað vínið og hvernig það bragðaðist.
Heimild: Berry Bros & Rudd