Mikil hitabylgja hefur verið undanfarið í Evrópu og er þetta orðið heitasta sumarið í Frakklandi síðan 1949. En skyldi þessi mikli hiti hafa áhrif á vínuppskeruna í ár?
Steingrímur Sigurgeirsson segir að það sem skipti mestu máli í sambandi við vínrækt sé veður ársins í heild. Hiti og sól á þessum árstíma hafi jákvæð áhrif á vínviðinn og þurrkur sé ekki vandamál. Þó gæti uppskeran orðið aðeins minni en þetta komi ekki niður á gæðum vínanna. Nú sé vaxtatími berjanna liðinn og þau baði sig í sól og hita og mynda sykur. "Til að mynda var árgangurinn 1949 í Frakklandi hreint frábær og frá þeim svæðum þar sem hiti fer yfir 40C eins og á Suður Ítalíu, Kaliforníu og Ástralíu koma úrvals vín. Vínviðurinn dafnar ágætlega á heitum og þurrum svæðum, en það er þó ekkert öruggt í þessum fræðum um það hvernig til tekst á öllum vínræktarsvæðum í Evrópu. Þó ætti sumarhitinn ekki skemma fyrir."